fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Gunnhildur og Erin með æfingar hjá Öspinni – „Félagslegt gildi og stuðlar að samvinnu einstaklinga“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir landsliðskona í fótbolta og unnusta hennar, Er­i­n Mc­Leod eru að byrja með æfingar hjá Öspinni.

Gunnhildur og Erin sem reynd landsliðskona frá Kanada eru fluttar til Íslands og hafa báðar samið við Stjörnuna, hafa þær undanfarin ár verið búsettar í Flórída.

Gunnhildur segir frá því á Facebook að æfingarnar séu að fara af stað. „Markmið Íþróttafélagsins Aspar er að standa fyrir íþróttaæfingum hjá félögunum, með sem fjölbreyttustum hætti, þeim til heilsubótar og ánægju og þátttöku í íþróttamótum, þar sem hæfni hvers og eins nýtur sín sem best;“ segir á vef Aspar.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu (Mynd/Getty)

„Ég og Erin vorum að byrja að þjálfa fótbolta hjá Öspinni og hvetjum við sem flesta til að mæta,“ segir Gunnhildur.

„Knattspyrna er liðsíþrótt sem er tilvalin fyrir iðkendur á öllum aldri óháð fötlun. Knattspyrnuiðkun eflir styrk, jafnvægi og samhæfingu en hefur einnig félagslegt gildi og stuðlar að samvinnu einstaklinga. Tekið er þátt í mótum bæði hérlendis sem og erlendis,“ segir Gunnildur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna