Declan Rice mun kosta miklu meira en Enzo Fernandez þegar eða ef hann yfirgefur West Ham.
Þetta segir David Moyes, stjóri West Ham, en Rice er líklega á förum í sumar og er orðaður við öll stórlið Englands.
Enzo er dýrasti leikmaður í sögu Bretlands en hann gekk í raðir Chelsea frá Benfica í janúar fyrir 106 milljónir punda.
Rice mun kosta miklu meira en það að sögn Moyes en hann er enn aðeins 24 ára gamall og á mörg góð ár eftir.
,,Declan verður án efa toppleikmaður, hann verður dýrasti leikmaður í sögu Bretlands ef hann fer frá West Ham,“ sagði Moyes.
,,Það er mikið talað um þetta og verðin í nútíma boltanum en ég tel að Declan muni kosta miklu meira þegar kemur að því.“