Það er ekki útilokað að Victor Lindelof muni spila á miðju Manchester United á tímabilinu.
Lindelof er þekktastur fyrir störf sín í miðverði en hefur ekki heillað alla síðan hann kom frá Benfica árið 2017.
Lindelof þekkir það vel að spila sem djúpur miðjumaður en hann gerði það í Portúgal og þótti standa sig vel.
Erik ten Hag, stjóri Man Utd, veit af því og gæti notað Lindelof á miðjunni ef þess þarf.
,,Lindelof ólst upp sem sexa, hann var stjórnandi á miðjunni hjá Benfica og ég held að hann geti sinnt því hlutverki,“ sagði Ten Hag.
,,Við höfum reynt það á æfingu og kannski í einum leik. Ég vil líka að miðverðirnir mínir spili stundum á miðjunni svo við getum búið til öðruvísi stöður.“