Lið Juventus er óvænt að íhuga það að rifta samningi Paul Pogba sem skrifaði undir hjá félaginu í sumar.
Frá þessu greinir the Daily Mail en Pogba hefur enn ekki spilað leik síðan hann gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu.
Pogba er einn launahæsti leikmaður Juventus en hefur verið meiddur og missti af HM í Katar undir lok síðasta árs.
Pogba fær 130 þúsund pund á viku hjá Juventus og er bundinn til ársins 2026. Hann lék með liðinu áður en hann hélt til Manchester United þar sem hlutirnir gengu ekki upp.
Pogba er orðinn 29 ára gamall en Juventus ku vera að skoða það að losa hann endanlega í sumar til að spara kosnað.