Crystal Palace hefur fengið gríðarlegan skell fyrir leik gegn Manchester United sem fer fram í dag.
Flautað er til leiks klukkan 15:00 en Palace verður án besta leikmanns síns, Wilfried Zaha, sem hefur ekki jafnað sig af meiðslum.
Zaha er þrítugur og er fyrrum leikmaður Man Utd en hann meiddist í markalausut jafntefli við Newcastle í vikunni.
Það gefur Palace enn verri möguleika gegn sterku liði Man Utd sem hefur verið á miklu skriði undanfarið.