Xavi, stjóri Barcelona, hefur útskýrt af hverju Memphis Depay er farinn frá félaginu til Atletico Madrid.
Memphis skrifaði undir samning við Atletico í janúar og kostar félagið þrjár milljónir punda.
Samkvæmt Xavi var það ekki vilji Barcelona að losna við Memphis en hann vildi sjálfur leita annað.
,,Memphis bað um að fá að fara eftir að hann heyrði af tilboði Atletico,“ sagði Xavi við blaðamenn.
,,Hann tjáði mér að hann vildi komast burt, að honum liði ekki vel hjá Barcelona, hann vildi fá aðra tilfinningu.“
,,Það voru allir sem unnu á þessum félagaskiptum, ef við getum öll orðið sterkari væri það frábært.“