fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Fólk brjálað út í Gary Neville fyrir athæfi hans á samfélagsmiðlum – Tjáir sig nú um málið

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 3. febrúar 2023 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville olli reiði á samfélagsmiðlinum Twitter í gær fyrir að líka við og endurtísta færslum sem sneru að málefnum Mason Greenwood.

Allar ákærur á hendur Greenwood, sem er leikmaður Manchester United, voru látnar niður falla í gær.

Hann hefur ekki spilað fótbolta í meira en ár í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, stjórnandi hegðun og líkamsárás, allt gegn fyrrverandi kærustu sinni Harriet Robson.

Nú hefur allt hins vegar verið látið niður falla.

Fyrrum ríkissaksóknarinn Nazir Afzal birti nokkrar færslur á Twitter sem hljóðuðu á þann veg að Greenwood væri saklaus og að „það væri allt sem almenningur þyrfti að vita.“ Þá talaði hann um að maður væri saklaus uns sekt er sönnuð.

Neville virtist sammála honum og líkaði við eina færslu og endurtísti annari.

Þessi fyrrum leikmaður United sagði svo í gærkvöldi að þetta hafi verið klaufalegt.

„Það er verið að mistúlka þetta ‘like’. Þetta var klaufalegt því ég fordæmi auðvitað allt ofbeldi gegn konum.“

Óvíst er hver næstu skref eru hjá Greenwood og hvort hann snúi aftur á knattspyrnuvöllinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Í gær

United skellir verðmiða á Rashford nú þegar hann er til sölu

United skellir verðmiða á Rashford nú þegar hann er til sölu
433Sport
Í gær

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
433Sport
Í gær

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus