The Times segir frá því að Everton horfi til þess að fá Isco á frjálsri sölu.
Everton vantar styrkingu í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar og Isco er án félags.
Spánverjinn var næstum því farinn til Union Berlin á lokadegi félagaskiptagluggans en skiptin gengu ekki í gegn þrátt fyrir samkomulag.
„Við vildum fá Isco til Berlínar en höfum okkar mörk. Það var farið yfir þau í dag, þvert á það sem áður hafði verið samið um,“ sagði í yfirlýsingu Union á gluggadeginum.
Everton er í miklum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni og situr í næst neðsta sæti.
Sean Dyche er tekinn við liðinu og mun stýra sínum fyrsta leik á laugardag gegn Arsenal. Frank Lampard hafði verið rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra skömmu áður.