Það er ljóst að Hakim Ziyech gengur ekki í raðir Paris Saint-Germain frá Chelsea eins og til stóð.
Samningar náðust á milli félaganna fyrir lok félagaskiptagluggans í gær, Ziyech átti að fara á láni til PSG.
Það verður hins vegar ekkert af því þar sem Chelsea sendi vitlaus gögn til PSG.
BBC segir frá því að Ziyech hafi sjálfur hringt í eiganda Chelsea, Todd Boehly, í gærkvöldi og reynt að redda málunum. Það gekk hins vegar ekki.
Hjá PSG eru menn brjálaðir út í Chelsea fyrir vinnubrögðin í gærkvöldi.
Þá er Ziyech sjálfur afar vonsvikinn.
🚨 It’s over. Hakim Ziyech will NOT join Paris Saint-Germain, deal collapsed — no chance after the appeal has been rejected by LFP.
Paris Saint-Germain, literally furious with the situation with Chelsea after contracts signed but sent too late.
Ziyech, more than disappointed. pic.twitter.com/HZaRqxR6Lc
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2023