Nýliðar Nottingham Forest hafa ekki hætt að styrkja sig í þessum félagaskiptaglugga eftir mjög svo annasaman sumarglugga.
Eftir mjög dapra byrjun er Forest í ágætis stöðu í þrettánda sæti deildarinnar. Liðið er hins vegar hvergi nærri öruggt, aðeins fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.
Nú er miðjumaðurinn Jonjo Shelvey á leið til félagins frá Newcastle.
Shelvey hefur um árabil verið hjá Newcastle en er ekki inni í myndinni í dag.
Hann mun gera samning til 2025 hjá Forest.
Þá er félagið að vinna í því að fá miðvörðinn Felipe frá Atletico Madrid.
Jonjo Shelvey to Nottingham Forest, done deal — medical tests booked as there’s full agreement with Newcastle. Here we go. 🚨🌳🤝🏻 #NFFC
Shelvey will sign until June 2025, as @CraigHope_DM reports.
Nottingham Forest keep working on Felipe deal with Atlético Madrid. pic.twitter.com/NG55fJht5I
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 30, 2023