Inter á Ítalíu hefur spurst fyrir Harry Maguire, leikmann Manchester United, og hafa áhuga á að fá leikmanninn á láni.
Það er Daily Mail sem segir frá þessu.
Maguire er ekki fastamaður hjá Erik ten Hag á Old Trafford. Inter gæti boðið hun meiri spiltíma.
Sjálfur vill Maguire helst ekki skoða framtíð sína fyrr en í sumar.
Inter vantar miðvörð þar sem Milan Skriniar er að fara og finnst Maguire góður kostur.
United vill halda Maguire í hópnum sínum, þó svo að leikmaðurinn sé yfirleitt ekki í byrjunarliðinu.