Samkvæmt Sport á Spáni gæti Joao Felix óvænt gengið í raðir Barcelona í sumar.
Felix er í eigu Atletico Madrid en á láni hjá Chelsea út þessa leiktíð.
Hann krækti sér í þriggja leikja bann í sínum fyrsta leik fyrir félagið á dögunum er hann fékk beint rautt spjald gegn Fulham. Hann á aðeins eftir að sitja af sér einn leik í viðbót í banni.
Áður en Felix hélt til Chelsea á láni skrifaði sóknarmaðurinn undir langtímasamning við Atletico. Gildir hann til 2027.
Þrátt fyrir það er Barcelona sagt hafa áhuga á honum.
Sjálfur er Felix opinn fyrir því að færa sig yfir á Nývang ef samningar milli félaganna nást.