Sean Dyche hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Everton. Félagið staðfestir þetta.
Dyche tekur við af Frank Lampard sem var rekinn á dögunum.
Hann skrifar undir tveggja og hálfs árs samning. Fyrsta verkefnið verður að mæta Arsenal á laugardag.
Dyche er langþekktastur fyrir tíma sinn hjá Burnley. Þar var hann í tíu ár en var látinn fara í vor.
Everton hefur verið í tómu tjóni í ensku úrvalsdeildinni undanfarið. Liðið er í nítjánda sæti.
Welcome to Everton Football Club, Sean Dyche! 🔵 pic.twitter.com/B8Z7WlIXb9
— Everton (@Everton) January 30, 2023