Juventus hefur staðfest það að miðjumaðurinn öflugi Weston McKennie sé á förum frá félaginu í janúar.
Leeds, Nottingham Forest og Wolves hafa öll horft til McKennie sem er bandarískur landsliðsmaður.
,,McKennie verður ekki til taks í næsta leik því hann er í miðjum viðræðum. Ég held að félagið sé búið að ná samkomulagi,“ sagði Massimiliano Allegri, stjóri Juventus.
Það er ekki víst hvaða félag er að tryggja sér þjónustu McKennie en mögulegt að um lánssamning sé að ræða.
McKennie er 24 ára gamall en Juventus vill fá 31 milljón punda fyrir leikmanninn.