Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan segir að Cristiano Ronaldo sé besti leikmaður allra tíma og sé sæti hærra en Lionel Messi.
Ástæðan er athyglisverð en Morgan telur að Ronaldo hafi komist yfir Messi með því að skrifa undir í Sádí Arabíu.
Ronaldo gerði samning við Al-Nassr í Sádí Arabíu í fyrra og er nú launahæsti leikmaður allra tíma.
,,Ronaldo skrifaði undir stærsta samning í sögu fótboltans og er launahæsti íþróttamaður heims, 37 ára gamall,“ sagði Morgan.
,,Hann er líka að gera það sem hann hefur gert allan sinn feril, sem gerir hann betri en Messi, og það er að taka áskorun í nýju landi og nýrri deild.“
Messi hefur aðeins spilað fyrir tvö lið á ferlinum, Barcelona og PSG en Ronaldo hefur komið við hjá Sporting, Manchester United, Real Madrid, Juventus og nú Al Nassr.