Jose Mourinho, stjóri Roma, hefur staðfest að það sé útlit fyrir að sóknarmaðurinn Nicolo Zaniolo sé ekki á förum frá félaginu.
Tottenham hefur reynt að krækja í Zaniolo í janúarglugganum en virðist ekki hafa tekist það miðað við orð Mourinho.
Mourinho staðfestir einnig að Zaniolo vilji fara frá félaginu en Roma þarf að fá rétt verð fyrir ítalska landsliðsmanninn.
,,Því miður er útlit fyrir það að hann verði hér áfram. Ég segi það því hann sagði okkur öllum að hann vilji ekki spila og ekki æfa með Roma,“ sagði Mourinho.
,,Eftir leikinn við Spezia þá sagði ég að hann yrði áfram og í dag, því miður er það staðan. Ég get ekki farið út í smáatriðin.“