Það er ekki venjan að landsliðsmenn hafni tækifærinu á að spila fyrir sína þjóð á heimsmeistaramótinu sem er á fjögurra ára fresti.
Það gerðist þó næstum í fyrra er Tim Ream, leikmaður Fulham, fékk símtal frá landsliðsþjálfara Bandaríkjanna.
Ream var ekki viss um að hann vildi spila með þjóð sinni á HM og þurfti nokkurn tíma til taka ákvörðun.
,,Þegar ég sá nafn Gregg Berhalter í símanum mínum þá hugsaði ég með mér að þetta væri ekki mögulegt,“ sagði Ream.
,,Það tók nokku til að sannfæra mig að fara til Katar. Ég get verið alveg hreinskilinn og viðurkennt að ég var ekki á réttum stað andlega á þessum tímapunkti til að segja ‘já, ég mæti.’
,,Ég var ekki viss um að þeir væru vissir um að ég gæti hjálpað liðinu svo ég sagðist þurfa að sofa á þessu.“