Enskir knattspyrnuaðdáendur ættu að muna eftir framherjanum Yaya Sanogo sem var vonarstjarna Arsenal á sínum tíma.
Sanogo er orðinn þrítugur en hann var fenginn sem undrabarn til Arsenal frá Auxerre í Frakklandi árið 2013.
Sanogo náði aldrei að sýna sitt rétta andlit hjá Arsenal og lék 11 deildarleiki án þess að skora mark.
Hann var lánaðru til Crystal Palace, Ajax og Charlton en samdi svo við Toulouse í heimalandini og lék þar í þrjú ár.
Sanogo hefur verið án félags í næstum tvö ár en hefur nú gert samning við Urartu í efstu deild í Armeníu.
Ljóst er að ferill leikmannsins hefur verið á hraðri niðurleið en hann lék síðast með Huddersfield árið 2021.