Roy Keane, goðsögn Manchester United, vakti heldur betur athygli í gær er hann ræddi leik Manchester City og Arsenal.
Man City er komið áfram í næstu umferð enska bikarsins eftir 1-0 sigur á Arsenal á heimavelli sínum.
Aðeins eitt mark var skorað en það gerði varnarmaðurinn hollenski Nathan Ake fyrir Man City í seinni hálfleik.
Keane er þekktur fyrir að vera ansi mikill harðhaus en hann grínaðist í settinu eftir leikinn í gær.
Keane skaut þar létt á Pep Guardiola, stjóra Man City, sem ræddi við blaðamenn eftir leik og virkaði ekki himinlifandi.
,,Ég held að Pep ætti að brosaa aðeins meira og það er ég sem segi þetta,“ sagði Keane sem er ekki þekktur fyrir að vera mjög brosmildur.
Ian Wright og umsjónarmaður þáttarins Mark Pougatch gátu ekki annað en hlegið að ummælum Keane og það skiljanlega.
Roy Keane on Guardiola: „I think Pep needs to smile more and that’s coming from me“
🤣🤣🤣 pic.twitter.com/AGofTzpOsf
— SPORTbible (@sportbible) January 27, 2023