Eddie Nketiah, framherji Arsenal, hefur heldur betur stigið upp í fjarveru Gabriel Jesus, sem er meiddur.
Nketiah var næstum farinn frá Arsenal á frjálsri sölu í sumar en skrifaði að lokum undir nýjan samning.
Nú hefur kappinn skorað sex mörk í síðustu sex leikjum.
Framfarir Nketiah eru að miklu leyti sagðar vera vegna þeirra líkamlegu breytinga sem orðið hafa á honum. Hann hefur lagt mikið upp úr því að bæta á sig vöðvamassa, sem hefur skilað árangri.
Það var árið 2019 sem Nketiah fór markvisst að vinna í styrk sínum eftir að foreldrar hans kynntu sér fyrirtæki Chrris Varnavas.
Síðan þá hefur Nketiah eytt undirbúningstímabilum að miklum hluta til í ræktinni og bætt á sig vöðvum.
Það kom í ljós 2019 að Nketiah væri að borða of lítið og fór hann á matarræði sem inniheldur 3000-3500 kaloríur á dag.
Þá hefur Nketiah einnig breytt lífstíl sínum og lagt mikið upp úr svefni.