fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Sigurður Hlíðar ráðinn á markaðssvið KSÍ

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 27. janúar 2023 17:00

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur gengið frá ráðningu Sigurðar H. Rúnarssonar á markaðssvið og tekur hann formlega til starfa 1. mars næstkomandi.

Sigurður, sem er með MS próf í stjórnun og stefnumótun frá HÍ og BSC gráðu í íþróttafræði frá HR auk UEFA B þjálfaragráðu, lauk nýverið störfum hjá Breiðabliki þar sem hann hafði starfað í rúm átta ár sem verkefnastjóri og síðar sem deildarstjóri knattspyrnudeildar, þar sem hann bar ábyrgð á daglegum rekstri og vann jafnframt að ýmsum verkefnum, meðal annars sem mótssjóri Símamótsins.

Sem fyrr segir mun Sigurður starfa á markaðssviði KSÍ og má sjá helstu verkefni hans að neðan:

Helstu verkefni:

  • Umsjón með þjónustuupplifun gesta Laugardalsvallar
  • Gerð markaðs- og kynningaráætlunar innlendra móta, og alþjóðlegra verkefna KSÍ
  • Samningar og þjónusta við samstarfsaðila
  • Markaðssetning og þjónusta við innlent mótahald og landslið
  • Vöru- og þjónustuþróun, umsjón með sölumálum og samskipti við hagsmunahafa
  • Royalty-samningar og/eða sala á vörum merktum KSÍ
  • Eftirfylgni og umsjón sjónvarpssamninga með samstarfsaðilum
  • Stýra gerð samninga varðandi innkaup sambandsins

Um er að ræða tímabundna ráðningu til 30. nóvember 2023. Stefán Sveinn Gunnarsson, markaðsstjóri KSÍ, er í tímabundnu leyfi vegna annarra verkefna erlendis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við