Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur móttekið erindi frá Alþjóða knattspyrnusambandinu (FIFA) er varðar beiðni sambandsins til aðildarfélaga sinna að nefna einn völl í höfuðið á brasilísku knattspyrnugoðsögninni Pelé sem lést undir lok síðasta árs.
Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar KSÍ frá því þann 10. janúar síðastliðinn.
Samhliða erindi FIFA um Pelé-völl var tekið fyrir erindi frá Breiðdalsvík vegna Pelé vallar en þar ku vera áhugi á að nefna knattspyrnuvöll eftir Pelé.
Erindið frá Breiðdalsvík verður skoðað nánar eftir því sem kemur fram í fundargerð KSÍ.