Tvö topplið ensku úrvalsdeildarinnar mætast í kvöld er Manchester City tekur á móti Arsenal.
Að þessu sinni er ekki spilað í úrvalsdeildinni en félögin munu leika í enska bikarnum, á Etihad vellinum í Manchester.
Arsenal hefur litið óstöðvandi út í vetur og er fimm stigum á undan Man City í úrvalsdeildinni með leik til góða.
Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Man City: Ortega, Lewis, Stones, Akanji, Ake, Rodri, De Bruyne, Gundogan, Mahrez, Grealish, Haaland
Arsenal: Turner, Tomiyasu, Holding, Gabriel, Tierney, Xhaka, Partey, Vieira, Trossard, Saka, Nketiah.