Virði félaga í ensku úrvalsdeildinni hefur verið gefið út.
Þar má sjá að Manchester United er langverðmætasta félagið. Er það metið á 4,8 milljarða punda, milljarði meira en Liverpool sem situr í öðru sæti yfir verðmætustu félögin.
Hin svokölluðu „stóru sex“ eru einmitt í sex efstu sætunum, en Manchester City, Arsenal, Chelsea og Tottenham fylgja á hæla United og Liverpool.
Nýliðar Nottingham Forest og Bournemouth eru minnst verðmætu félögin samkvæmt listanum.
Listann í heild má sjá hér að neðan.