Mikael Egill Ellertsson er genginn í raðir ítalska B-deildarliðsins Venezia.
Hinn tvítugi Mikael kemur frá Spezia og skrifar undir fimm ára samning.
Mikael hefur komið við sögu í ellefu leikjum Spezia í Serie A á þessari leiktíð en má búast við stærra hlutverki hjá Venezia.
Miðjumaðurinn er alinn upp hjá Fram og á tíu A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd.
Hjá Venezia eru þegar Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason, en sá síðarnefndi er úti á láni.
Benvenuto, Mikael.https://t.co/zovkcViqOS#ArancioNeroVerde 🟠⚫️🟢 pic.twitter.com/k94wjvGGTi
— Venezia FC (@VeneziaFC_IT) January 26, 2023