Stuðningsmenn Manchester United fögnuðu marki Bruno Fernandes gegn Nottingham Forest vel og innilega í gær, raunar svo innilega að þeir felldu auglýsingaskillti.
United heimsótti Forest í fyrri leik liðanna í enska deildabikarnum. Marcus Rashford og Wout Weghorst komu Rauðu djöflunum í 0-2 í fyrri hálfleik.
Það var svo undir lok leiks sem Fernandes innsiglaði 0-3 sigur og stuðningsmenn Untied ærðust, líkt og sjá má hér að neðan.
The advertising board could not contain Manchester United fans after Bruno Fernandes’s goal!
(via @ESPNFC)pic.twitter.com/FI6W0ET4o7
— SI Soccer (@si_soccer) January 25, 2023
Gary Neville ræddi atvikið og viðurkenndi að sér hafi funndist þetta óhugnanlegt.
„Þetta leit ekki vel út í augnablik. Það er samt útlit fyrir að í lagi sé með alla,“ sagði hann.