fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Sjö stór félagsskipti sem gætu átt sér stað fyrir lok gluggans – Chelsea allt í öllu

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 20:30

Samsett mynd; GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt tæp vika er þar til skelt verður í lás og félagsskiptaglugganum lokað og enn eru orðrómar um stór félagsskipti sem gætu átt sér stað þar til það gerist. Félögin keppast nú við að finna réttu valkostina til þess að styrkja sína leikmannahópa fyrir lokaátök tímabilsins og þá á sem viðráðanlegasta verði.

The Sun hefur tekið saman sjö stór möguleg félagsskipti sem gætu átt sér stað áður en félagsskiptaglugginn lokar klukkan 23:00 þann 31. janúar næstkomandi.

Enzo Fernandez til Chelsea

Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea sé að reyna næla í Enzo Fernandez, leikmann portúgalska stórliðsins Benfica og nýkrýndan heimsmeistara með argentínska landsliðinu.

Enzo sló í gegn á HM í Katar og þar af leiðandi hækkaði virði hans svo um munar. Miðjumaðurinn er 22 ára gamall og aðeins aðeins rúmt hálft ár síðan að hann gekk til liðs við Benfica frá River Plate í heimalandinu.

Klásúla er í samningi Enzo um að hann megi fara frá Benfica ef tilboð upp á 105 milljónir punda berst en óvíst er hvort Chelsea geti eða yfir höfuð vilji bjóða það í leikmanninn. Þá er það alls ekki víst að Benfica sætti sig við neitt minna.

GettyImages

Malo Gusto til Chelsea

Enska úr­vals­deildar­fé­lagið Chelsea er hvergi nærri hætt á fé­lags­skipta­markaðnum í janúar þrátt fyrir að hafa eytt yfir 150 milljónum punda í nýja leik­menn undan­farnar vikur.

Félagið heldur áfram að reyna næla í Malo Gusto, bak­vörð Lyon í Frakk­landi eftir að fyrsta til­boði fé­lagsins í leik­manninn var hafnað. Nýlegar fregnir herma að félagið hafi náð sam­komu­lagi við leik­manninn sjálfan um kaup og kjör en við­ræðurnar stranda á sam­komu­lagi fé­laganna.

Ivan Fresneda til Arsenal

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal vill gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að breikka leikmannahópinn sem stendur honum til boða fyrir lokátökin í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Félagið hefur nú þegar fengið Leandro Trossard og Jakub Kiwior til sín en undanfarið hafa Skytturnar verið orðaðar við Ivan Fresneda, hægri-bakvörð Real Valladolid.

Arsenal er hins vegar ekki eitt um hítuna því Borussia Dortmund ku líka hafa áhuga á að næla í kappann.

GettyImages

Pedro Porro

Talið er að Tottenham sé afar nálægt því að landa Pedro Porro, varnarmanni Sporting Lisbon. Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greindi frá því fyrr í dag að bjartsýni ríkti með að hægt væri að ganga frá félagsskiptum leikmannsins á næstu dögum og að Sporting væri nú þegar farið að leita að arftaka Porro. Félögin áttu jákvæðan fund í dag.

Nicolo Zaniolo til Tottenham eða Newcastle

Nicolo Zaniolo, miðjumaður ítalska úrvalsdeildarfélagsins Roma er eftirsóttur maður þessa dagana. Þessi 23 ára gamli leikmaður er talinn vera forgangsmál hjá Tottenham þessa dagana en Newcastle United, sem er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti sá sér leik á borði og reyndi að lokka hann til sín á dögunum.

31 milljóna punda tilboðinu úr norðrinu var hins vegar hafnað og áhugavert að sjá hvað næstu dagar bera í skauti sér.

GettyImages

Moises Caicedo til Arsenal eða Chelsea

Miðjumaður Brighton, Moises Caicedo er einn af eftirsóttustu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Enn og aftur er Chelsea orðað við leikmann en þá er einnig áhugi innan herbúða Arsenal að fá hann til liðs við félagið og fjölga valkostunum á miðjunni.

Moises hefur verið að gera flotta hluti í liði Brighton sem hefur verið að valda usla í ensku úrvalsdeildinni undanfarið.

Anthony Gordon til Newcastle eða Chelsea

Eftir frábært síðasta tímabil var Anthony Gordon, leikmaður Everton nálægt því að ganga til liðs við Chelsea en félagsskiptin gengu ekki upp þá. Nú er Gordon aftur orðaður við brottför frá Guttagarði en í þetta skipti eru bæði Newcastle og Chelsea sögð renna hýru auga til leikmannsins.

Þrátt fyrir að Gordon hafi ekki verið á eins miklu flugi á yfirstandandi tímabili virðast önnur lið ekki búin að gefast upp á honum og gæti Everton séð sér leik á borði, við erfiðar aðstæður og losað sig við hann fyrir vænan aur.

Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Í gær

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Í gær

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur