fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Sögur grafnar upp sem hræða stuðningsmenn Manchester United – Þetta er ástæðan

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 19:30

Sir Jim Ratcliffe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Jim Ratcliffe hefur undanfarið lýst yfir áhuga á því að kaupa Manchester United af Glazer-fjölskyldunni, sem er opin fyrir því að selja.

Þegar á Íslandsvinurinn félagið Nice í frönsku úrvalsdeildinni. Hann keypti það 2019 en hefur ekki gengið nógu vel.

Twitter-aðgangurinn The Upshot tók saman slæm félagskipti sem Nice hefur gert í tíð Ratcliffe. Margir skrautlegir karakterar hafa komið inn um dyrnar og nokkrar af sögum þeirra eru sagðar hér.

Kasper Schmeichel
Daninn mætti til Nice í sumar því hann vildi nýja áskorun eftir langa dvöl hjá Leicester. Hann mætti í engu standi, missti af liðsfundum og var hent á bekkinn.

Ross Barkley
Þekktur fyrir mikið djamm er hann var leikmaður Everton. Í eitt skiptið neitaði hann að borga fyrir leigubíl og endaði það með því að lögreglumenn drógu hann í næsta hraðbanka til að hann gæti borgað reikninginn.

Jean-Clair Todibo
Þegar engir aðdáendur voru leyfðir á völlunum vegna kórónuveirunnar heyrðist Todibo segja Erling Braut Haaland að fara og „stunda kynlíf með ömmu sinni.“ Á sama tímabili setti hann met í Ligue 1 þegar hann fékk rautt spjald eftir níu sekúndur í leik.

Mario Lemina
Talið er að Lemina hafi verið mútað til að spila með landsliði Gabon. Er hann var staddur með liðinu í Afríkukeppninni eitt sinn læddist hann út af hótelinu með Pierre Emerick Aubameyang og komu þeir með stelpur til baka klukkan fimm um morguninn. Voru þeir báðir ölvaðir og sendir heim.

Andy Delort
Var handtekinn þegar hann var leikmaður Pontpellier. Sagði lögreglumönnum: „Mér er skítsama. Ég þéna 135 þúsund pund á viku.“

Aaron Ramsey
Mætti með lítið sjálfstraust til Nice eftir að hafa verið bolað út úr Juventus í kjölfar þess að hafa ollið vonbrigðum. Þar á bæ fékk stuðningsmaður Juve hann til að skrifa undir „riftun á samningi“ en Ramsey hélt að hann væri að gefa eiginhandaráritun.

Marcin Bulka
Þegar útgöngubann var vegna kórónuveirunnar leigði markvörðurinn 35 milljóna króna Lamborghini. Það fór ekki betur en svo að hann keyrði á og rústaði bílnum.

Reynsla Ratcliffe af félagaskiptum er því ekki góð en vonandi batnar hún ef hann kaupir United, stuðningsmanna vegna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna