Gary Neville og Jamie Carragher, fyrrum atvinnu- og landsliðsmenn í knattspyrnu fóru mikinn á Sky Sports í gærkvöldi þar sem þeir voru beðnir um að spá í spilin fyrir restina af yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Meðal þess sem þeir spáðu fyrir um var hvaða lið myndu enda í Meistaradeildarsætum að lokaumferðinni lokinni og skemmst er frá því að segja að þeir voru ekki sammála.
Stuðningsmenn Liverpool og Chelsea eru vinsamlegast beðnir um að líta undan í þessari yfirferð en sérfræðingarnir tveir hafa ekki trú á því að liðin komist á gott skrið og vinni sig upp í Meistaradeildarsæti það sem eftir lifir tímabils.
Chelsea er sem stendur í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og 152 milljóna punda eyðsla liðsins í janúar einum og sama verður ekki nóg, að mati Carragher og Neville, til þess að koma liðinu upp í Meistaradeildarsæti.
Gary Neville hefur trú á því að lærisveinar Antonio Conte hjá Tottenham hafi það sem til þarf til þess að enda í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili. Carragher telur hins vegar að eitt af spútník liðum tímabilsins, Newcastle United nái að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu og endi í 4. sæti.
Neville telur að Arsenal, topplið deildarinnar um þessar mundir, muni fatast flugið og enda í 3. sæti deildarinnar. Neville telur að Manchester City verði meistari og að Manchester United muni enda í 2. sæti. Sem stendur eru Rauðu Djöflarnir 11 stigum á eftir Arsenal en Arsenal vann viðureign liðanna um nýliðna helgi.
Neville var spurður að því í útsendingu hvort hann trúði því virkilega að United myndi enda fyrir ofan Arsenal?
„Arsenal var mun betra liðið en Manchester United um nýliðna helgi en hefðu undanfarnir leikir spilast öðruvísi hefði United geta verið þremur stigum á eftir Arsenal. Ég ætla bara að halda mig við mína spá, þetta er bara spá og maður getur haft rangt fyrir sér.“
Carragher telur hins vegar að það búi nægilega mikill styrkur í leikmannahópi Arsenal til þess að klára dæmið og tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Þá spáir hann því að Manchester City endi í 2. sæti, einu sæti ofar en Manchester United sem muni enda í þriðja sæti.
Spá Gary Neville:
Spá Jamie Carragher:
1️⃣ Man City
2️⃣ Man United
3️⃣ Arsenal
4️⃣ Tottenham@GNev2 shares his halfway predictions for the Premier League top four this season pic.twitter.com/UCRE1ivfUx— Football Daily (@footballdaily) January 23, 2023