Romeo Beckham skaut á pabba sinn, David, eftir sigur Arsenal á Manchester United í gær.
Skytturnar unnu dramatískan sigur í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær og eru nú með fimm stiga forskot á toppnum.
Romeo, sem leikur með varaliði Brentford, er mikill stuðningsmaður Arsenal.
Hann nýtti tækifærið eftir leik og skaut á David, sem lék auðvitað með United á sínum tíma, með færslu á Instagram.
Feðgarnir skelltu sér saman á leikinn og eftir hann tók Romeo mynd og setti á Instagram. Við færsluna skrifaði hann: „Sofðu rótt pabbi.“