Jakub Kiwior mun skrifa undir samning við Arsenal í dag og verða leikmaður félagsins.
Fregnir bárust af því fyrir helgi að pólski miðvörðurinn væri við það að ganga í raðir Arsenal. Líklegt er að hann verði kynntur til leiks í dag. Hann skrifar undir samning til 2028.
Hinn 22 ára gamli Kiwior kemur frá Spezia á Ítalíu. Hann hefur verið fastamaður í byrjunarliðinu í Serie A.
Kappinn mun koma til með að auka breiddina í leikmannahópi Arsenal. Hann getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar og fært sig upp á miðju.
Talið er að Kiwior muni kosta Arsenal um 20 milljónir punda.
Hann er annar leikmaðurinn sem Arsenal fær í þessum félagaskiptaglugga á eftir Leandro Trossard.
Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forskot á Manchester City, auk þess að eiga leik til góða.
Í gær vann liðið dramatískan 3-2 sigur á Manchester United.
Jakub Kiwior will sign his contract later today – he will be unveiled as new Arsenal player until June 2028, deal set to be announced ⚪️🔴 #AFC
Medical tests have been successfully completed on Saturday. pic.twitter.com/7pGRW8ZuEZ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 23, 2023