Weston McKennie er orðaður við Arsenal í ítölskum fjölmiðlum í dag.
Þessi 24 ára gamli miðjumaður gæti verið fáanlegur frá Juventus á réttu verði. Félagið hefur áhuga á að sækja sér kantmann en þarf fyrst að selja.
Talið er að McKennie sé sá sem gæti verið fórnað.
Sagt er að félagið sem kaupir McKennie þurfi að borga 20-25 milljónir evra fyrir þjónustu hans.
Auk Arsenal er talið að Aston Villa, Bournemouth og Fulham hafi áhuga á leikmanninum.
McKennie er bandarískur landsliðsmaður sem hefur reglulega komið við sögu með Juventus á þessari leiktíð.
Þá á hann að baki 41 A-landsleik fyrir þjóð sína.
Arsenal hefur verið að bæta í breidd sína undanfarið. Félagið keypti Leandro Trossard á dögunum og þá er varnarmaðurinn Jakub Kiwior við það að skrifa undir á Emirates.