Ademola Lookman var geggjaður í kvöld er lið hans Atalanta spilaði við stórlið Juventus á útivelli.
Juventus hefur verið í töluverðri lægð á tímabilinu en leikurinn var gríðarlega fjörugur og voru sex mörk skoruð.
Lookman sem lék áður í ensku úrvalsdeildinni var heitur og skoraði tvö í 3-3 jafntefli.
Angel Di Maria og Arkadiusz Milik voru á meðal markaskorara Juventus en það var Danilo sem tryggði liðinu stig í seinni hálfleik.
Juventus 3 – 3 Atalanta
0-1 Ademola Lookman(‘5)
1-1 Angel Di Maria(’25, víti)
2-1 Arkadiusz Milik(’34)
2-2 Joakim Maehle(’46)
2-3 Ademola Lookman(’53)
3-3 Danilo(’65)