Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að liðið þurfi að gera betur í að hjálpa framherjanum Erling Haaland.
Haaland byrjaði stórkostlega með sínu nýja liði en hefur nú ekki skorað í þremur leikjum í röð.
Guardiola þykist vita vandamálið en hann telur að Haaland sé ekki að fá næga þjónustu í fremstu víglínu.
Norðmaðurinn snerti boltann aðeins 19 sinnum í 2-1 tapi gegn Manchester United um helgina.
,,Við höfum spilað mjög vel með hann innanborðs svo þetta snýst ekki um það,“ sagði Guardiola.
,,Það sem ég er að segja er að við þurfum að skapa fleiri tækifæri og koma fleiri boltum á hann og aðra framherja eins mikið og hægt er. Við þurfum að skapa meira.“