Chelsea er ekki hætt að versla í janúar og er nú að fá til sín hinn efnilega Noni Madueke frá PSV Eindhoven.
Chelsea borgar rúmlega 30 milljónir punda fyrir Madueke sem er 20 ára gamall og er einnig enskur.
Madueke er bestur á vængnum en getur einnig leyst aðrar stöður í sóknarlínunni og þykir mikið efni.
Um er að ræða 20 ára gamlan leikmann sem er uppalinn hjá Crystal Palace sem og Tottenham.
Árioð 2019 hélt leikmaðurinn til Hollands og á að baki 51 deildarleik fyrir PSV og hefur í þeim skorað 11 mörk.