Michail Antonio gæti óvænt farið frá West Ham í þessum mánuði, ef marka má frétt Sky Sports.
Hinn 32 ára gamli Antonio hefur verið á mála hjá Lundúnaliðinu síðan 2015 en gæti nú verið á förum. Til þess þarf þó annað að ganga upp.
Danny Ings virðist á barmi þess að ganga í raðir West Ham frá Aston Villa. Þar bætist í flóru sóknarmanna hjá lærisveinum David Moyes.
Það er þó ekki nóg til þess að Antonio fari. Til þess þyrfti annar maður að koma inn um dyrnar.
Sá maður gæti verið Terem Moffi hjá Lorient í Frakklandi.
West Ham hefur þegar boðið 25 milljónir punda í leikmanninn.
Moffi er 23 ára gamall og kemur frá Nígeríu. Hann hefur skorað tólf mörk í frönsku úrvalsdeildinni á leiðinni.