BBC hefur beðist formlega afsökunnar á því að kynlífshljóð hafi heyrst í beinni útsendingu í gær. BBC var þá að sýna frá leik Wolves og Liverpool.
Óprúttinn aðili hafði þá komið fyrir símtæki í hljóðverinu og byrjaði að spila kynlífsmynband þegar bein útsending hófst.
Milljónir manna horfðu á leikinn í beinni útsendingu á ríkissjónvarpi Bretlands.
Gary Lineker átti erfitt með að halda takti í útsendingunni enda voru hljóðin ansi hávær sem komu úr símanum.
Atvikið er hér að neðan.
Someone just hacked the BBC with porn noises pic.twitter.com/gInmF8mCZv
— Levandov (@blabla112345) January 18, 2023