Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sér það ekki fyrir sér að félagið muni fá inn fleiri leikmenn í janúarglugganum.
Liverpool er búið að semja við sóknarmanninn Cody Gakpo sem kom frá PSV Eindhoven og er töluverður liðsstyrkur í sókninni.
Liverpool tapaði 3-0 gegn Brighton um helgina en þrátt fyrir það býst Klopp ekki við að fleiri leikmenn séu á leiðinni fyrir lok gluggans.
,,Ef við fáum inn nýja leikmenn þá er ekki pláss fyrir alla fyrir skráningu í ensku úrvalsdeildina eða Meistaradeildina, okkar leikmannahópur er ekki svona lítill!“ sagði Klopp.
,,Við þurfum að bæta hópinn en er núna rétta augnablikið? Ég get ekki séð það vegna stöðunnar sem við erum í.“
,,Ég get ekki verið að breyta um skoðun í hverri viku því staðan er ekki að breytast jafnvel þó við höfum tapað leik.“