fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Arsenal bauð sömu upphæð og Chelsea í Mudryk – Þetta gerði hins vegar útslagið

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergei Palkin stjórnarformaður Shaktar Donetsk segir að Arsenal hafi boðið sömu upphæð og Chelsea í Mykhailo Mudryk sem samdi að lokum við Chelsea.

Palkin segir hins vegar frá því að Arsenal hafi verið með klásúlur sem voru ólíklegar til þess að ganga aftur.

„Þegar Arsenal bauð 62 milljónir punda og 26 milljónir punda í bónusum, þá settumst við niður og ræddum málið. Hvernig bónusar og klásúlur væru settar upp,“ segir Palkin.

„Við vildum ekki ganga að þessum samningi, ég sagði Edu (Yfirmanni knattspyrnumála hjá Arsenal) að ég hefði gert mitt besta en þetta myndi ekki ganga upp. Chelsea setti sitt tilboð upp með klásúlum um að vinna deildina og Meistaradeildina, það er líklegt til þess að ganga upp.“

Þannig heldur Palkin því fram að klásúlurnar sem Arsenal vildi hafa væru í raun óraunhæfar.

„Það á að vera möguleiki að svona bónusar gangi upp, Chelsea var því miklu meiri alvara. Við hittum Chelsea og funduðum með þeim í tíu klukkutíma. Þeir útskýrðu sitt verkefni, það er vitað að þeir eru í vandræðum núna. Það er eðlilegt þegar breytingar verða á eignarhaldi.“

„Þeir vilja gera breytingar og útskýrðu þær og hvernig þeir horfa á næstu ár. Þeim er alvara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Í gær

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Í gær

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Í gær

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“