Trent Alexander-Arnold átti ekki góðan dag er Liverpool steinlá fyrir Brighton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Brighton vann 3-0 og sá Liverpool aldrei til sólar.
Liverpool hefur verið í vandræðum á leiktíðinni og situr í níunda sæti.
Myndband vekur nú athygli á Twitter þar sem sjá má afleita frammistöðu Alexander-Arnold í einu marki Brighton.
Þar fylgdist bakvörðurinn einfaldlega með á meðan andstæðingarnir skoruðu. Hann virtist ekki hafa nokkurn áhuga á því að verjast.
Sjón er sögu ríkari. Þetta má sjá hér að neðan.
Brighton were playing so good that Trent decided to stop playing and just enjoy their game.pic.twitter.com/Yy9hWVeMzH
— Troll Football (@TrollFootball) January 16, 2023