Benjamin Mendy hefur nú verið hreinsaður af ásökunum um sex meintar nauðganir og eitt kynferðisbrot.
Mendy er á mála hjá Manchester City á Englandi. Hann hefur alltaf neitað öllum ásökunum á hendur sér.
Maðurinn var upphaflega sakaður um átta nauðganir, eitt kynferðisbrot og eina tilraun til nauðgunar. Atvikin eiga að hafa átt sér stað frá október 2018 til ágúst 2021.
Enn á eftir að dæma í tveimur málum gegn Mendy. Annars vegar er það ásökun um nauðgun og hins vegar tilraun til nauðgunar.
Ásamt honum var Louis Saha Matturie sakaður um nauðganir. Hann átti að hafa útvegað Mendy konum.
Matturie hefur verið hreinsaður af þremur ásökunum um nauðgun en enn á eftir að dæma í sex öðrum kynferðisbrotamálum gegn honum..