Cristiano Ronaldo gekk nýlega í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Eins og flestir vita eru ströng lög í landinu og þarf hann, sem og fjölskylda hans, að fylgja þeim.
Portúgalinn, sem er að verða 37 ára gamall, mun þéna um 173 milljónir punda á ári í Sádi-Arabíu þegar allt er tekið inn í myndina. Þar með er hann orðinn launahæsti íþróttamaður heims.
Kærasta hans er Georgina Rodriguez. Þau eiga saman tvö börn en fyrir átti Ronaldo þrjú sem hann eignaðist með staðgöngumóður.
Georgina þarf að lúta hinum ýmsu reglum í Sádi-Arabíu.
Til að mynda þarf hún að klæðast því sem þykir sómasamlegt í landinu. Þá má hún ekki drekka áfengi eða borða svínaafurðir.
Þegar Ramadan gengur í garð í mars og apríl þarf Georgina svo að lúta enn strangari reglum.
Þá má hún ekki borða, drekka eða reykja á opinberum stöðum.
Viðurlög við brotum á þessum reglum getur leitt til refsingar allt frá sekt upp í fangelsisdóms.