Mauricio Pochettino fyrrum stjóri PSG og Tottenham hefur áhuga á starfinu hjá Chelsea sem gæti losnað innan tíðar.
Graham Potter er valtur í sessi eftir vægast sagt slakt gengi undanfarnar vikur. Stuðningsmenn Chelsea kalla margir eftir afsögn hans.
Pochettino er án starfs eftir að PSG rak hann úr starfi í sumar en hann hefur skoðað kosti sína undanfarið.
Potter tók við Chelsea í haust en félagið keypti hann dýrum dómi frá Brighton, Chelsea hefur hins vegar aðeins unnið einn leik af síðustu sjö.
Samkvæmt enskum blöðum hefur Pochettino áhuga á starfinu sem er eitt það stærsta á Englandi.
The Sun tók saman hugsanlegt byrjunarlið Chelsea undir stjórn Pochettino ef hann tekur við.
Þar má meðal annars finna hans gamla félaga úr Tottenham, Harry Kane.