Rafael Leao, einn eftirsóttasti leikmaður heims, harðneitar því að hann sé að biðja um 8,8 milljónir punda á ári til að vera áfram hjá AC Milan.
Leao er á óskalista stórliða í Evrópu og þá aðallega Chelsea sem reyndi mikið að fá hann í sumar.
Um er að 23 ára gamlan framherja sem mun kosta yfir 100 milljónir punda miðað við fregnir frá Ítalíu.
CalcioMercato á Ítalíu greindi frá því í gær að Leao vildi fá risaupphæð til að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Leao var ekki lengi að svara fyrir sig á Twitter og segir fréttirnar vera bull eins og má sjá hér fyrir neðan.
Fake news come sempre 😴😴 https://t.co/XrAcXEweUw
— Rafael Leão (@RafaeLeao7) January 9, 2023