„Votta Luca mína virðingu á Stamford Bridge. Hvíldu í friði Luca,“ skrifar John Terry fyrrum fyrirliði Chelsea.
Terry fór í gær að minnisvarða um Gianluca Vialli sem lést í síðustu viku, þessi fyrrum framherji og stjóri Chelsea hafði barist við krabbamein.
Terry brast í grát þegar hann heiðraði minningu þessa merkilega manns frá Ítalíu sem virðist hafa heillað flesta með nærveru sinni.
„Þú verður alltaf í minningu okkar og ég er svo þakklátur fyrir það að þú trúðir á mig og gafst mér minn fyrsta leik.“
Vialli var stjóri Chelsea þegar Terry spilaði sinn fyrsta leik og hann var stjóri Chelsea þegar félagið keypti EIð Smára Guðjohnsen frá Bolton.
„Þegar þú komst til Chelsea þá hafðir þú svo mikinn tíma fyrir unga leikmenn, ég mun alltaf muna eftir þeim. Þú varst magnaður maður, fullur af lífi og orku. Þín verður saknað.“
View this post on Instagram