Alice Campello eiginkona Alvaro Morata framherja Atletico Madrid er á gjörgæslu eftir að hafa fætt þeirra fjórða barn.
Erfiðleikar komu upp í fæðingu barnsins sem varð til þess að Alice var lögð inn á gjörgæslu.
Parið hefur farið víða á síðustu árum en Morata hefur spilað með Chelsea, Juventus og nú Atletico Madrid.
Stúlkan Bella, fæddist í fyrradag og heilsast vel. „Eftir fæðinguna fór móðirin að finna fyrir vandamálum sem hafa hrætt okkur,“ segir Morata.
„Núna er hún á gjörgæslu á spítalanum í Madrid þar sem hún fær góða þjónustu frá bestu læknunum. Hún er á batavegi og mjög sterk.“
Bella er fyrsta stúlkan sem parið eignast en fyrir áttu þau þrjá stráka.