Það verður leikið til þrauta í enska deildarbikarnum í kvöld þegar Manchester United tekur á móti Charlton í átta liða úrslitum.
Heimamenn ættu að fara áfram en Charlton leikur í þriðju efstu deild Englands og hefur átt í basli undanfarin ár.
Dean Holden fyrrum leikmaður Vals var ráðinn þjálfari liðsins á dögunum. Holden kom á láni frá Bolton sumarið 2001 og lék sjö leiki með Val í efstu deild hér á landi.
Markvörður Vals á þessum tíma var sparkspekingurinn, Hjörvar Hafliðason sem lék þó engan leik þetta sumar. „Dean Holden stjóri Charlton er harðasti United maður sem ég hef kynnst. Þetta er svipað og Gaui Carra færi með lið á Anfield,“ skrifar Hjörvar á Twitter nú í morgunsárið.
Gaui Carra er Guðjón Orri Sigurjónsson markvörður ÍBV en hann er einn harðasti stuðningsmaður Liverpool ér á lándi.
„Þarna eru nýju signingin 2001. Bjössi frá Trelleborg og Holden frá Bolton (lán). Þarna var bara auglýst útibú Búnaðarbankans við Hlemm,“ skrifar Hjörvar.
Leikur Manchester United og Charlton hefst klukkan 20:00 og verður í beinni útsendingu á Viaplay.
Dean Holden stjóri Charlton er harðasti United maður sem ég hef kynnst. Þetta er svipað og Gaui Carra færi með lið á Anfield.
Þarna eru nýju signingin 2001. Bjössi frá Trelleborg og Holden frá Bolton (lán). Þarna var bara auglýst útibú Búnaðarbankans við Hlemm. pic.twitter.com/sPdVuvkZ65— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) January 10, 2023