Þrettándagleði ÍBV í Vestmannaeyjum hefur vakið mikið umtal og reiði margra.
Þar mátti sjá alls kyns furðuverur sem búnar höfðu verið til, þar á meðal tröll.
Á annað tröllið var skrifað „Edda Flak“. Þar er augljóslega átt við Eddu Falak.
Þetta hefur vakið upp reiði á meðal margra. Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir í samtali við RÚV að þeir sem stóðu fyrir gleðinni hafi ekki vitað af því hvað stæði á tröllunum áður en hún hófst.
Á annað tröll var skrifað „Coach Heimir,“ vísun í knattspyrnuþjálfarann og Eyjamanninn Heimi Hallgrímsson. Var tröllið klætt hefðbundnum klæðnaði karlmanna í Katar.
RÚV hafði samband við Heimi og spurði hann út í þetta. Hann sagði hins vegar að að tröllið sem var tileinkað honum hafi ekki farið fyrir brjóstið á sér.
Heimir er í dag þjálfari karlalandsliðs Jamaíka.