Villarreal 2 – 1 Real Madrid
1-0 Yeremi Santos
1-1 Karim Benzema(víti)
2-1 Gerard Moreno(víti)
Real Madrid mistókst að endurheimta toppsætið á Spáni í dag er liðið mætti Villarreal.
Real er með jafn mörg stig og lið Barcelona eftir 16 leiki en það síðarnefnda á nú leik til góða.
Karim Benzema gerði eina mark Real í dag sem tapaði 2-1 efir vítaspyrnumark Gerard Moreno.
Villarreal lyfti sér upp í fimmta sætið með sigrinum og er aðeins annað liðið í vetur til að vinna núverandi meistara.