Henry Birgir Gunnarsson settist í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut alla föstudaga. Þar var einnig Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþróttafrétta á Torgi.
Það vakti gífurlega athygli þegar Gianni Infantino, forseti FIFA, tók mynd af sér með fólki við líkkistu knattspyrnugoðsagnarinnar Pele á dögunum.
Hann lést nýlega 82 ára gamall.
„Ég er enn að reyna að átta mig á þessu,“ sagði Benedikt.
„Hann hefur verið á skrýtinni vegferð kallinn. Þetta er eins lágt og einhver getur lagst,“ sagði Hörður.
Henry tók til máls og botnaði ekkert í Infantino.
„Það er eins og það hafi orðið brjáluð persónuleikabreyting á honum. Þetta er alveg galið.“
„Segðu bara nei, ef einhver biður þig um að taka sjálfu með líkinu,“ sagði Benedikt að endingu.